Um okkur

Ljósmyndavörur er eitt elsta ljósmyndafyrirtæki landsins, stofnað 1974 og er enn í eigu stofnenda. Við höfum starfað með Fujifilm síðan 1974 og höfum all tíð haft mikla ástríðu fyrir ljósmyndun.  Auk þess að reka verslun og framköllun í Skipholti 31 í Reykjavík þá flytjum við inn og seljum í ýmsar vörur í smásölu og heildsölu (til endursöluaðila).  Vöruframboð er aðgengilegt hér á vefnum.

 

Við framköllum filmur (C41), framköllum myndir, bæði af filmum, myndum og stafrænar myndir, stækkum upp í allt að 110 cm breitt og 15m langt, stækkum á striga, skönnum filmur og myndir, búum til bolla, boli, dagatöl, púsluspil og margt fleira.  Hægt er að koma á staðinn eða nota vefinn http://framkollun.ljosmyndavorur.is til að framkalla stafrænt, eða fara inn á www.ljosmyndavorur.is til að kaupa vörur gegnum vefinn gegnum öruggan vefþjón og nota greiðslumiðlun Valitors.

 Hér er að finna persónuverndarstefnu okkar