Netframköllun/ Prentun

Hér er hægt að senda inn pöntun á ljósmyndum, stækkunum, strigum, dagatölum, jóla- fermingar- og tækifæriskortum (umslög fylgja öllum kortum) ásamt ljósmyndagjöfum eins og bollum, bolum, músamottum og púsli.

Pöntunarkerfið er á netinu og því þarf ekki að hlaða niður neinu forriti.

Verðskrá er að finna efst hægra horni á pöntunarsíðunni, merkt INFO. Vinsamlegast athugið að lágmarksgjald á hverri pöntun er 550 kr.

Pöntunarkerfið er einfalt í notkun og greiðsla fer fram í gegn um örugga greiðslusíðu VALITOR. Þegar pöntun er tilbúin (afgreiðslutími er 1-2 dagar eftir vöru) er sendur tölvupóstur á uppgefið netfang eða pöntun póstlögð hafi verið óskað eftir því. Vinsamlegast athugið að á álagstímum getur afgreiðslufrestur lengst.

Hægt er að óska eftir flýtimeðferð gegn gjaldi en hafa ber í huga að hún er háð verkefnastöðu hverju sinni.