Upplýsingar

Filmuframköllun

Við framköllum litnegatívar filmur eftir C41 framköllunarstaðli.  Við víkjum ekki frá staðlinum og getum því ekki gert push/pull, því framköllunartíminn er fastur.  Ef filma er mjög dökk er hún yfirlýst, ef hún er mjög ljós eða jafnvel glær er hún undirlýst eða jafnvel ólýst.  Þegar filman er á milli þessara öfga er hún rétt lýst.  Sumar myndavélar, sérstaklega einnota myndavélar, eru með fastan tökuhraða.  Ef tekið er á þær í litlu ljósi getur komið fyrir að samspil lítils ljósmagns og stutts tökutíma skili glæru negatívi.  Það er ekki biluð framköllunarvél eins og við höfum fengið að heyra frá viðskiptavinum, heldur ekki næg birta við töku til að skila mynd á filmuna.  Vinsamlega hafið hugfast þegar tekið er á filmumyndavélar að þær þurfa nægt ljós og nægan lýsingartíma til að skila mynd, ef þessi skilyrði eru ekki uppfyllt er engin mynd á filmunni sem hægt er að framkalla.  https://en.wikipedia.org/wiki/Photographic_film

Ef verið er að taka myndir af eitthverju sem er nálægt er upplagt að nota flass, svo nægjanleg lýsing sé á filmunni.

 

Stækkanir

Ljósmyndaheimurinn er með stöðluð hlutföll, þar sem samhengi er í hlutföllum á römmum í filmumyndavélum, stafrænum myndavélum, römmum og kartonum.  Ef þú ætlar að kroppa myndina þína, passaðu upp á að hafa hana í 3:2 hlutföllum svo þú lendir ekki í vandræðum í prentun og þegar velja á ramma.  Til að flækja málið eru símar ekki endilega í þessum hefðbundnu hlutföllum.  En oft er hægt að velja þau.

 

Þegar pantað er á framköllunarsíðunni okkar (framkollun.ljosmyndavorur.is)

Ef þú ert að panta myndir í gegnum heimasíðuna okkar, er sjálfgefið stillt á 10x15 glans myndir.  

Þegar þú ert á síðunni, hleður þú fyrst inn myndunum, síðan ferðu í greiðslu, þá kemur gluggi, þar sem sjást þumlar ("thumbnail") af öllum myndunum.  Ef þú sérð rauðar línur á myndunum þá kroppast af myndunum, því hlutföll eru röng.   Ef þú gerir ekkert og heldur áfram, þá reynum við að passa uppá að myndirnar kroppist ekki illa, en það er takmarkað svigrúm upp á að hlaupa.

Ef þú vilt ekki að það kroppist neitt af myndunum þarftu að setja myndirnar í  FIT-IN á síðunni, þá velurðu þær myndir (kemur blár rammi utanum þær)  og velur fyrir ofan "sjálfvirk mátun" og þá sérðu hvernig og hvar hvíti kanturinn kemur. 

Ef þú vilt breyta í aðra stærð eða pappír en 10x15 glans,  velur þú þær myndir sem þú vilt breyta, (getur valið allar með hnappi fyrir ofan til vinstri (velja allt)  og ýtir svo á fyrir ofan hnappinn:  "breyta sniði"  þá kemur upp gluggi, þar sem stendur "Vilt þú panta aðra stærð af sömu mynd".   Ef þú vilt panta myndina í 10x15cm og í annarri stærð, ýtirðu á "Já",  ef þú vilt bara aðra stærð ýtirðu á "Nr"  og þá koma allar stærðir og valmöguleikar sem eru í boði. 

  

Varðandi hlutföll

Ef þú framkallar 35mm filmur, eða ert með stærri myndavél ertu líklega að taka í hlutföllum 2:3 sem eru hlutföll sem passa fyrir myndir í stærð t.d. 10x15 cm, 20x30 cm, 30x45 cm osfrv.

Ef þú ert með smærri myndavélar eða síma gætirðu verið að taka myndir í hlutföllum 3:4 sem passar fyrir myndir í stærðum t.d.  10x13,5 cm, 15x20 cm, 18x24 cm, 30x40 cm osfrv.

Símar taka einnig oft myndir í afar ílöngum hlutföllum (eins og síminn er í laginu) sem passar í raun ekki í neina hefðbundna ljósmyndastærð.

Ef þú ert með myndir sem eru ferningslaga, henta þær best slíkum stærðum eins og t.d. 10x10 cm, 13x13 cm, 15x15 cm, 20x20 cm osfrv.

Þessar tölur varðandi stærðir eru í cm og eru ekki hárnákvæmar.  Því gert er ráð fyrir svokallaðri blæðingu t.d. 10x15 er í raun 10,2 cm x15,2 cm og 15x20 cm  er í raun 15,2x20,3 cm osfrv.  Með þessu er miklu auðveldara að setja mynd í karton án þess að það sjáist gap milli kartons og myndar.

Ef þú vilt myndir á ákveðinni stærð en myndirnar eru í öðrum hlutföllum mun óhjákvæmilega kroppast af myndunum.  Þegar við prentum þá reynum við að gæta þess að myndirnar kroppist ekki illa (hálf andlit t.d.) en stundum munar svo miklu að það er ekki framkvæmanlegt að gera góða mynd í hefðbundinni stærð úr mynd sem hefur verið kroppuð á óvenjulegan hátt.  Ef þú vilt ekki að kroppist neitt af myndum getum við sett myndirnar í það sem við köllum FIT-IN  þá kroppast ekkert af myndunum, en það kemur hvítur kantur á 2 hliðar til að jafna út hlutföllin.

10x15 cm er hefðbundna ljósmyndastærðin síðustu áratugina.  Ef þú kaupir albúm með plastvösum eru þau líklegast með vasa fyrir 10x15 myndir.  Vissulega er hægt að setja 10x13,5 cm myndir í þá vasa líka, en þær passa ekki eins vel.

 

Myndastærð

Til að koma sem best út þarf myndin þín að vera 300dpi í prentstærðinni.  Alltaf best að fá upprunalegu myndina, helst ekki myndir frá Facebook eða einhverju þess háttar, þar sem oft er búið að minnka eða rýra myndgæðin verulega.

 

Höfundaréttur

Ljósmyndari á höfundarrétt að mynd sem hann hefur tekið og gildir sá réttur í 70 ár eftir að viðkomandi er látinn.

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=5368#

Það er því lögbrot ef við kóperum myndir án samþykkis ljósmyndara.  Vinsamlega ekki biðja okkur um að fremja lögbrot.  Ef þú vilt fá mynd sem þú átt ekki höfundarrétt að, talaðu fyrst við höfundarréttarhafann, erfingja hans, Ljósmyndasafn Reykjavíkur eða Þjóðminjasafnið og fáðu leyfi áður en þú kemur til okkar.

 

Rammar

Myndir eru staðlað framleiddar í stærðum sem eru aðeins stærri en ramminn á  kartonum, það er til að ekki komi gap milli myndir og kartons.  Þetta á líka við um minni myndir.  Myndin er alltaf örlítið stærri, eins og td. 10x15 cm sem er raunverulega 10,2x15,2cm.  Alltaf best að nota mattar/lustre myndir í ramma. Ef notaðar eru glans myndir getur komið ljót speglun milli myndar og glers/plast. 

 

Veðurhelt eða vatnshelt

Það er grundvallar munur á veðurheldri myndavél/linsu og vatnsheldri.  Veðurhelt þolir rigningu, vatnshelt þolir að fara í kaf.  Ávallt skal sýna varúð með veðurheld tæki á Íslandi, stundum er rigninging hér á landi á við að fara í kaf!

 

Áhugverðar síður

FUJIFILM X síðan 

FUJIFILM INSTAX síðan

FUJIFILM INSTAX MINI 11 síðan 

Kristinn Ingvarsson Fujifilm X Photographer

 

Fræðslumyndbönd

FUJIGUYS https://www.youtube.com/results?search_query=fujiguys