
Ljósmyndavörur
LOMOGRAPHY Diana Mini & Flash
13.900 kr
LOMOGRAPHY Diana Mini er 35mm myndavél með leifturljósi.
Diana Mini er ótrúlega skemmtileg og einföld myndavél sem gerir þér kleift að taka öðruvísi filmu myndir á 35mm filmur. Á vélinni eru tvær stillingar fyrir lokarahraða og ljósop.
Myndavélin er með 24mm linsu og tekur venjulegar 35mm filmur.
Ljósopin eru f/8 (skýjað) og f/16 (sól)
Lokara hraðar eru 1/60 og (B) bulb
Á vélina er hægt að nota þráðbarka og þrífót.